Spjall:Klassísk tónlist
Á þessu stigi ætla ég ekki að breyta greininni (aðallega vegna tíma- og heilavirknisskorts), en nafn hennar og efni eiga ekki alveg saman. Þau eiga saman að miklu leyti, það er að evrópsk tónlist samin 1750-1830 (eftir ákveðinni stefnu) er heitir klassísk, líkt og margar aðrar listastefnur svipaðs tíma (sbr. nýklassík í arkítektúr), og heitið er oft notað yfir alla vestræna tónlist frá miðöldum aðra en dægurtónlist (ef svo má að orði komast - alltaf erfið skilgreining). EN, það vantar það sem er innihald þessa lista á en. Ég er ekki viss hvað sé besta lausnin á þessu, en ég tel að evrópsk tónlist 1750-1830 eigi heima í grein að nafni Klassísk tónlist, öll klassíkin sem heild frá miðöldum og upp úr eigi að vera í grein sem heitir Sígild tónlist á vesturlöndum, og sígild tónlist almennt í grein sem heitir Sígild tónlist, en hún væri þá sennilega listi svipaður og sá á en. Klassísk tónlist og Sígild tónlist þyrftu síðan báðar mjög rækilega að vísa á Sígilda tónlist á vesturlöndum, sem og auðvitað á hvora aðra. Ég geri ef til vill eitthvað í þessu á morgun, en... ekki núna. Því ég er latur. Varð samt auðvitað aðeins að tjá mig. --Sterio 17. september 2007 kl. 18:13 (UTC)
- Mér finnst fara vel á því að færa þessa grein á Vestræn sígild tónlist, en hver er ástæðan fyrir því að taka tímabilið frá 1750-1830 út og kalla það klassíska tónlist? Er venja að binda hugtakið klassísk tónlist við tónlist frá þessum tíma? --Akigka 17. september 2007 kl. 20:23 (UTC)